Bikarmót

Sunnudaginn 13. nóvember munu Bandýnefnd ÍSÍ og HK efna til bikarmóts í bandý í Kórnum í Kópavogi.

Mótið stendur yfir heilan dag frá klukkan 12-18 en fjöldi og lengd leikja mun fara eftir fjölda liða sem taka þátt en líklega verða leikirnir 2x10 mín. eða 2x15 mín. Þátttökugjald er 15.000 kr. á lið sem þarf að greiðast inn á reikning 525-14-604806, kt. 620306-0530 áður en skráningu á mótið lýkur.

Hámarksfjöldi leikmanna per lið er 16 og mega liðin vera blönduð strákum og stelpum.

Markmenn geta fengið lánaðan tilskyldan hlífðarbúnað í leikjum og leikmönnum verður hægt að útvega lánskylfur ef þess þarf.

Nánari upplýsingar um mótið verður hægt að nálgast hér, á vefsíðunni bk.bloggar.is eða á Fésbókinni þegar nær dregur móti.

Skráning liða er móttekin á netfanginu bandynefnd@gmail.com. Koma þarf fram nafn á liði og grófur leikmannalisti. Endanlegur leikmannalisti þarf þó ekki að liggja fyrir fyrr en kl. 17 daginn fyrir mótið og þurfa þá markmaður og fyrirliði að vera tilgreindir sérstaklega.

Opið er fyrir skráningu til 8.nóvember.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband