Það styttist í næsta leik
8.8.2011 | 08:50
Nú er liðið aftur á leið á stórmót í bandý, í þetta sinn á Czech Open (ísl. óútfylltur tékki) mótið í Prag í Tékklandi. Núna fer liðið undir merkjum HK, en BK og HK sameinuðust undir merkjum HK í fyrravor. Það má segja að liðið hafi breyst þó nokkuð frá síðustu ferð, enda eru aðeins fimm leikmenn í liðinu nú sem muna tímana tvenna og tóku þátt í mótinu í Danmörku.
Við munum spila a.m.k. þrjá leiki á mótinu, en við erum í riðli með tveimur tékkneskum liðum og einu finnsku. Við vitum ekki mikið um þessi lið en a.m.k. má halda því fram að þessar þjóðir séu ekki mjög framarlega í bandýheiminum og ættu því að vera auðveld bráð fyrir okkur.
Dagskrá mótsins má finna á slóðinni http://www.czechopen.cz/en/tymyrozpisy/play-off#MB með því að leita að HK. Við vonum að íslensk þjóð styðji dyggilega við bakið á okkur og sendi okkur hlýja strauma, og ekki væri verra að fá eitt stykki Fálkaorðu þegar við komum aftur heim.
Athugasemdir
þið farið létt með þá frönsku og ég trúi ekki öðru en þið vinnið nokkra feita tékka.
kv
gun úr BR
GunnarP (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.