Franskur sigur í jöfnum leik

Segja má franska liðið Paris UC hafi rétt marið sigur á okkur í dag; lokastaðan var 17-1 þeim í vil. Svona eru bara íþróttirnar, það þarf að skora fleiri mörk en hinir til að vinna, og það er það sem Paris UC gerði. Markvörður okkar hafði á orði að ef hann hefði varið 17 skot í viðbót þá hefðum við unnið leikinn, en hann varði alls 25 skot í leiknum. Við getum þó borið höfuðið hátt, enda skoruðum við einkar glæsilegt mark sem má segja að hafi verið hápunktur leiksins. Á morgun munum við svo spila við danska liðið Hafnia sem ætti að vera nokkuð erfiður leikur fyrir okkur, enda unnu þeir franska liðið með ellefu mörkum gegn einu. Við þurfum því stuðning allrar þjóðarinnar á morgun, styðjið nú strákana okkar vel svo þeir geti a.m.k. gert sitt besta á móti Dönum!

Þess má geta að við hittum aftur danska þjálfarann núna í kvöld, og hann spurði okkur hvort við vildum fá auka æfingu um helgina. Þá var hann spurður á móti hvort hann væri tilbúinn til að þjálfa okkur. Svarið var stutt og laggott: „Til þess þyrfti ég að vera miklu betri þjálfari.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djö.. þeir rétt mörðu ykkur!

Oggi (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 09:38

2 identicon

Ég skil ekki fyrsta markið???? Skoraði enginn? Fór boltinn inn í markið sjálfur?

Eva Hrund (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 10:14

3 identicon

Þar sem ég átti í smá vandræðum með skammstafanirnar sem fylgja mörkunum þá reikna ég með að fleiri séu í sömu sporum.

og = own goal (ehemm... strákar... endilega segið okkur hvað gerðist...)
pp = power play (fleiri leikmenn inni á í liðinu sem skorar)
sh = shorthanded (færri leikmenn inni á í liðinu sem skorar)

Annars var þetta stórleikur, maður sá það alveg á vafranum sem hafði ekki við að endurfríska sig, þetta voru svo mörg mörk!   Til hamingju annars með að hafa haldið hreinu í 14 mínútur í 3. leikhluta!  Vel af sér vikið

Við erum með ykkur í anda þarna úti.  Anda.... anda... blása... blása.... feykið þeim nú um koll og nokkrum boltum í netið!  Þið eruð bestir!

Heiða (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 13:07

4 identicon

PS.  Þið ættuð kannski að íhuga að fara í Carlsberg verksmiðjuna og fjárfesta allir í Carlsberg bolum og spila í þeim fyrst þið eruð að fara að keppa við Danina?  Þá kannski fara þeir að hugsa um bjór og missa einbeitinguna.  Það greinilega gekk ekki að fylla Frakkana svo að ég hef ekki trú á að það gangi með Danina, en það má þó reyna að láta þá hugsa um bjór!

Heiða (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 13:31

5 identicon

what happens in jylland stays in where ever...

Hjalti (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 14:23

6 identicon

17 - núll eftir ca. 38 mín. Ég var virkilega farin að vorkenna ykkur.....síðan kom þetta fína mark. Til hamingju með markið strákar :) Ég sárvorkenni Halla í markinu :(

Eva Hrund (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 16:58

7 identicon

Uss, ég hefði nú gert betur.

Hlynur (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 06:32

8 identicon

Vá svakalega ert þú snemma á fætur á laugardegi Hlynur.

Kemur engin frétt um leikinn í gær? 

Eva Hrund (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband